Upplýsingastreymi internetsins

Í gamalgróna kerfinu eru hugsanaferli mjög takmörkuð.
Ég vil með þessu bloggi leitast við að breikka sýn til batnaðar
og vekja upp jákvæðar umræður um breytingarnar sem í aðsigi eru.

Hópur fólks getur ekki sætt sig við það misrétti sem hefur þróast út í öfgar.

Við lifum á miklum umbreytingartímum. Afl vöðva dugir nú ei lengur eitt til.
Eins og er höfum við allt sem þarf til þess að fæða og veita húsaskjól þeim
öllum sem þess þurfa. Það er einungis kerfið sem stendur í vegi fyrir því ,
sem og ranghugsanir sem af því hafa sprottið um að lítið sé hægt að gera.

Við getum breytt því. Þetta þarf ekki að vera svona. Hægt er að rækta mat
í lóðréttum ökrum og sparast þannig mikið pláss. Til eru hús til að hýsa alla.
Vatn er vetni og súrefni sem af er ofgnótt. Rafmagn er auðvelt að fá fram.
Olía er í raun samansafn þjappaðra gasa sem safnast hafa undir yfirborði
jarðar þar sem rétt skilyrði hafa myndast. Úr olíu er plastið unnið.

Margt af þessu segja vísindamenn og eru margir góðir vísindamenn til
sem framkvæmt hafa ýmsar mikilvægar kannanir ,rannsóknir og tilraunir.

En vísindi ein og sér eru samt ekki lausnin. Hrá vísindi eru tilfinningalaus og
hlutbundin ,en tækni er hinsvegar samansafn af aðferðum og upplýsingum
ásamt öðrum tólum ,sem hægt er að nýta til að auðvelda okkur lífið.

Internetið er ein slík tækni. Með þróunninni sem á sér stað mun netið
geta opnað nýjar leiðir til þess að gera sjálfsþurftarbúskap mun fýsilegri.

Prentarar geta nú prentað út einfalda hluti úr plasti eða endurunnu efni.
Reprap er frekar einfaldur og ódýr hlutaprentari sem getur prentað út parta
af sjálfum sér sem nýtast í að byggja annað eintak af prentaranum.

Vélar eru nú óðum að taka yfir störf manna og þýðir það fyrir gamla kerfinu
aukið atvinnuleysi hjá flestum þar til fólk lærir að lifa með þessari þróun.

Í raun eru vélarnar best nýttar í að losa okkur undan störfum sem fæstir
vilja vinna við og gefa okkur góð tækifæri til að finna fljótar lausnir þegar
þess er þörf. Þar með getum við snúið okkur frekar að því sem við viljum
frekar gera ,hvað svo sem það kann að vera. Jafnvel flóknar læknisaðgerðir
er hægt að leysa með vélrænum hætti þó svo að margir vilji heldur hafa
umönnun af reyndum læknum og það ætti líka að vera frjálst val um það.

Umhverfis okkur eru efni sem eiga uppruna sinn í stjörnunum og þaðan
eru efnin í líkömum okkar einnig komin. Það má hugsa sér þetta eins og
stafrófið að munurinn á orðunum er einungis mismunandi uppröðun og
möguleg endurtekning á stöfunum sem mynda orðin.

Þannig er þetta einnig með hinn efnislega heim sem við upplifum
og ber okkur að minnast þess þegar við týnumst í ágreiningi eða öðru sem
við viljum frekar minna hafa með að gera.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband