Færsluflokkur: Menning og listir

Nýjar tæknir - Atlantis áhrif

Örflögur


















Þróunin sem á sér stað um þessar mundir hefur nú náð þeirri hröðun að
aldrei áður í þeirri rúmlega 5000 ára sögu sem þekkist flestum á jörðinni
hefur tæknin tekið slík stökk sem ég mun hér greina frá og munu þessar
framþróanir hafa víðamiklar breytingar í för með sér sem ekki sér enn fyrir
endann á. Gríðarlega miklir möguleikar opnast með þessum tækninýjungum.

Til eru nú flögur með 1000 örgjörvum á og hefur tekist að sýna fram á nýtni
þeirra. Borðtölvur framtíðarinnar verða því sannkallaðar ofurtölvur.

e447fe4caf20.png

















Sagan nær samt aftur mun lengra en 5000 ár ,en lítið hefur verið skráð sem
staðfest getur verið um það sem gerðist fyrir þann tíma. Við vitum samt að
Atlantis var eitt sinn heimsveldi sem eyddist fyrir rúmlega 10-12.000 árum.

Þetta samfélag var mun þróaðara en það sem við búum við í dag og eiga
margir erfitt með að trúa því. Atlantisbúar bjuggu yfir þekkingu á vísindum
sem gerðu þeim kleift að búa til fljúgandi furðuhluti sem kölluðust Vailixi.

Með vailixum gátu þeir kannað loftin ,höfin og jafnvel útgeiminn en þeir
voru ekki þeir einu því að í Asíu voru einnig fljúgandi furðuhlutir sem hétu
Vimana og háðu þessar tvær gerðir farartækja oft orustur sín á milli.

Atlantisbúar byggðu úr risastórum steinum og var Atlantisborg arkítektar
undur með allskyns skúlptúrum og málmblöndum sem vörðu borgina.
Ýmsar kynjaverur litu þar dagsins ljós sem oft voru blendingar annara dýra.

Jafnframt bjuggu þeir yfir viskusteininum sem gaf þeim óendalega orku
og ótrúlega möguleika sem hafa lítið sem ekkert sést í okkar skráðri sögu.

Atlantis


























Við erum að sjá svipuð áhrif í dag þar sem tilraunir eru í gangi með DNA
samsetningar til að skoða hvernig það allt virkar. Tildæmis hafa nú verið
gerðar kjarnsýrur úr gerviefnum sem kallast XNA. En frá 2009 hafa tilraunir
með erfðabreyttar lífverur einnig verið mjög áberandi. Óvíst er hver áhrifin
eru til langs tíma með erfðabreytt og eiga vísindamenn enn eftir að ráða
fram úr strengjum DNA kjarnsýra sem þeir kalla "Junk DNA".

xna.png
















Annað sem er að koma sterkt fram eru gerfivöðvar ,augu og skynjarar sem
geta gert mönnum kleift að öðlast áður tapaða eiginleika á ný.

Kolefnistúpur eru rosalega sterkar ,en samt svakalega léttar. Kolefni er
meðal annars að finna í blýöntum og demöntum. Nú hafa vöðvar verið
þróaðir úr þessum efnum sem eru sterkari en allir áður þekktir vöðvar.

carbon-nanotube-muscle.png













En svo er önnur átt sem þessi stefna virðist vera að taka. Vélverur gætu
sprottið upp úr þessari þróun og markað upphaf annarskonar lífs á jörðinni.

Ímyndaðu þér nú ef þú ættir smá dreka fyrir gæludýr. Drekinn gæti farið
á staði sem þú kæmist ekki og étið drasl sem þú værir ekki lengur að nota ,
en skilað í staðinn nytsamlegum hlutum af sér. Þar af leiðandi myndu allir
ruslahaugar hverfa. Hann gæti flogið og spúið eldi en samt svarað skipunum
í gegnum síma eða tölvu til dæmis. Möguleikarnir eru óendanlegir.

Nú er ár drekans samkvæmt asísku tímatali. Drekar eru sagðir gæta gátta
fjársjóða sem gætu jafnt verið mikilvægar upplýsingar sem og eðalefni.
Atlantisbúar lifðu kanski með drekum og þaðan gætu margar goðsagnir
verið sprottnar. Tilraunir þeirra gætu hafa skapað nokkra slíka ,hver veit?

Það er því vel við hæfi að enda á þessa færslu með mynd af flottum dreka.

dragon.png

Örbrotanir og Gullin hlutföll

Hér er eitt ákaflega mikilvægt hugtak sem nýtt er fyrir flestum en kemur
okkur öllum mikið við þó að við séum ekkert alltaf að spá í svona hluti.

Þekkt náttúrulögmál er að ákveðin mynstur og kerfi endurtaka sig
endalaust í náttúrunni ,en færri þekkja hugtakið Örbrot (Fractal) sem
á við um heildstæð sjálfs-endurkvæmnitakmörk sjálflíkra forma.

Í öðrum orðum er átt við heild sem lítur út eins og ákveðið form ,örbrot ,
sem endurspeglar sig innávið í smærri formum endalaust en líka á þann
hátt að formin tengjast í röð og reglu í samræmi við upprunalega formið.

Hver komst fyrst að þessu? http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=16580

Endalaust er hægt að kafa dýpra í Örbrot ,því í eðli sínu eru þau endalaus.
Gott dæmi um þetta er þessi þysjun í Mandelbrot örbrotið ;
http://www.youtube.com/watch?v=0jGaio87u3A

Náttúran hefur fleiri flóknar stærðfræðilegar uppbyggingar og snið sem
vert er að skoða betur og má þar nefna Fibonacci númeraraðirnar auk
hins Gullna meðal hlutfalls (Golden mean ratio) sem sést í einhverri
mynd í flestum þeim fyrirbrigðum sem koma vel fyrir útlitslega séð.

Gullna hlutfallið tekur á sig ýmsar myndir ,meðal annars gullnu vefjuna
og gullna rétthyrninginn en hlutfallið sjálft er svo reiknað á þann veg að
A er fyrir B það sama og B er fyrir C. Þetta er mikilvægt hlutfall þar sem
að DNA (DeoxyriboNucleic Acid) strengir nota það og allar lífverur jarðar
hafa því þetta hlutfall í sér. Stærð skiptir minna máli en hlutföll.

goldenratio_fractal-x_1138117.png

 

 

 

 

 

 

 
Það eru fimm form sem hafa mjög sérstæð hlutföll og voru því látin tákna
efnaeiginleikana eld ,jörð ,loft ,vatn og æðer (eða eter) en þessi form
hafa allar hliðar jafnar og einungis eins hliðar sem mynda þau.

Það eru einungis fimm form sem hafa þessa eiginleika og hér eru þau
útskýrð nánar ; http://www.youtube.com/watch?v=voUVDAgFtho
Meira hér á íslensku ; http://vefir.mh.is/thoreir/saga/platon.htm

Allir þessir þættir eru mikilvægir í því að skilja það sem á eftir kemur ,
þar sem ýmis nýyrði og nýjar greinar eru að myndast sem annars væru
heldur torskildar án þessa skilnings sem hér er hægt að ná fram.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband