Tæknibyltingin

reprap-portable.png






















Reprap er nú að verða mun meðfærilegri og fljótari að prenta en áður.
Uppsetningin er einnig að verða einfaldari og einfaldari og þar sem að
prentarinn er fær um að prenta út flesta af eigin íhlutum breiðist tæknin
til að prenta út hluti nú mjög ört út. Hlutaprentarar eru að þróast út í margar
mismunandi áttir eftir þörfum. Sumir prentararnir þróast til að auka hraða ,
aðrir einfaldari og ódýrari uppsetningu og enn aðrir með stöðugleika að
markmiði. Smám saman munu þessar tæknir taka yfir áþreifanlegu hlutina
eins og netið gerði með upplýsingarnar. Framþróunin mun breyta öllu sem
áður hefur þekkst. Enn eru prentararnir aðeins á svipuðu stigi og þegar að
fyrstu ferðatölvurnar voru að líta dagsins ljós. En með hjálp tölva og tækni
sem ekki var til þá munu hlutaprentararnir þróast mun hraðar. Eins og er
hafa tölvur smækkað nóg til að komast fyrir í úri og samt unnið margfalt
hraðar en tölvur sem fylltu herbergi fyrr á árum. Slíkt er líklegt til þess að
gerast einnig með þessa hlutaprentara. Gæti þá verið hægt að prenta út
stóra hluti út farsíma og einnig gæti verið endurnýting fyrir gamla hluti.
Afritun hluta og breyting úr einum hlut í annan væru þá ekki langt undan.

glowing-reprap.png





















Einnig eru nú til svokallaðir vírbeygjar sem beygja víra eftir formi sem hefur
verið skilgreint í tölvu fyrirfram. Þetta er hægt að nýta þar sem prentarar
fyrir hluti eru enn aðallega að nota önnur hráefni en málma.

http://www.youtube.com/watch?v=ve1zzDXlJoA

Róbotar hafa einnig verið að taka mikið þróunarstökk undanfarið.

Nú eru þeir farnir að ganga og hlaupa hjálparlaust og geta líka brugðist
hraðar við en flestar þær lífverur sem við þekkjum til á jörðinni.

Gervi skinn-efni hafa verið þróuð sem fara aftur saman í upprunalegt horf
ef því sé þrýst saman eftir sundrun nánast sama hve oft því sé sundrað.

Róbotar geta nú t.d. gripið síma ,elt uppi dýr ,
flogið ,kafað og stýrt farartækjum.

http://www.youtube.com/watch?v=-KxjVlaLBmk

http://www.youtube.com/watch?v=orYUSq5Mt5Q

http://www.youtube.com/watch?v=6b4ZZQkcNEo



« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband